Martin Gauss, forstjóri Airbaltic, lýsti yfir í ársbyrjun að Airbaltic gæti fyllt flugvélar af farþegum á leið til New York. Frá þessu er greint á vef Túrista .

Gauss hefur þó útilokað Ameríkuflug á vegum Airbaltic í nánustu framtíð og hefur lagt áherslu á að félagið leiti frekar eftir samstarfsaðila sem geti boðið farþegunum upp á tengiflug vestur um haf. Og nú liggur fyrir að Icelandair og Airbaltic ætla sér að snúa bökum saman.

Í gær tilkynntu Icelandair og Airbaltic um samstarf sem gerir það að verkum að félögin geta gefið út flugmiða hjá hvoru öðru. Þar með geta farþegar Airbaltic flogið hingað frá Riga og svo áfram með þotum Icelandair til Bandaríkjanna og Kanada þegar flug þangað hefst á ný.