Í vogunarráðgjöf sem greiningardeild Íslandsbanka gáf út um miðjan janúar var gert ráð fyrir að hækkun Úrvalsvísitölunnar myndi verða um 20% á fyrsta ársfjórðungi. Hækkun Úrvalsvísitölunnar það sem af er ári nemur tæplega 18% þegar þetta er ritað. "Við stöndum við okkar spá um 20% hækkun yfir fjórðunginn," segir greining Íslandsbanka.

Nú hafa flest félögin sem eru í ICEX15 birt afkomu sína fyrir árið 2005 og má því gerir greiningardeild Íslandsbanka ráð fyrir rólegri tíð á hlutabréfamarkaði í mars en verið hefur í janúar og febrúar.