Breski bankamaðurinn Edi Truell sem stjórnar stórum lífeyrissjóð í London hefur stofnað félagið Atlantic Supergrid til að standa að fjármögnun raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands ef marka má umfjöllun Sunday Times. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, hefur nýlega tekið sæti í stjórn fyrirtækisins.

Þar kemur fram að Truell hafi sett saman hóp alþjóðlegra fjárfesta til að fjármagna sæstrenginn. Í umfjöllun Times kemur fram að þar á meðal séu stórir lífeyrissjóðir sem geti komið að verkefninu.