Hagnaður Seglagerðarinnar ehf., sem stofnuð var árið 2004 sem rekstrarfélag Seglagerðarinnar Ægis sem rekur uppruna sinn til ársins 1913, dróst saman um þriðjung á síðasta ári.

Nam hann tæplega þremur milljónum króna, en vörusala dróst saman um 12 milljónir króna og nam ríflega 144 milljónum árið 2017. Félagið flytur inn og saumar tjöld og seglbúnað ýmiss konar ásamt tjaldvögnum og fellihýsum.

Eignir fyrir 4,5 milljónir voru seldar á árinu og minnkaði launakostnaður um svipaða upphæð á milli ára. Eigið fé félagsins nemur 15 milljónum sem er aukning um 3 milljónir frá árinu 2016 en skuldirnar jukust um 8,5 milljónir og nema 40,7 milljónum.

Björgvin Jóhann Barðdal er framkvæmdastjóri en Svavar Hilmarsson, sem situr í stjórn félagsins, er skráður eigandi að öllu hlutafé þess.