Ársfundur Háskóla Íslands val haldinn í dag undir yfirskriftinni „Öflugur Háskóli - farsælt samfélag“. Fjölmargir gestir sóttu fundinn, og var mennta- og menningarmálaráðherra viðstaddur.

Segir fjármálaáætlunina gífurleg vonbrigði

Samkvæmt ávarpi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, hefur ríkisstjórnin skilið háskólasamfélagið eftir. „Það eru gífurleg vonbrigði að í nýsamþykktri fjármálaáætlun fyrir næstu ár eru háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags.“

Samkvæmt rektornum, er meðframlag á hvern háskólanema í ríkjum OECD um þriðjungi hærra en á Íslandi og framlög á Norðurlöndunum að meðaltali tvöföld á við það sem gerist á Íslandi. Jón Atli segir það því bráð nauðsynlegt að stjórnvöld láti verkin tala.

Háskóli Íslands í mikilli sókn

Háskóli Íslands hefur á undanförnum árum verið í mikilli sókn. Rannsóknarvirkni starfsmanna hefur vaxið hratt og hafa alþjóðlegar mælingar sýnt að áhrif vísindastarfsins séu á flestum sviðum vel yfir heimsmeðaltali.

Árið 2011 komst stofnunin á lista Times Higher Education yfir 300 bestu háskóla heims. Árið 2015 var Háskóli Íslands í 222. sæti og jafnframt í 13. sæti yfir bestu háskóla á Norðurlöndunum.

Gert ráð fyrir miklum rekstrarhalla

Um 1,5% þjóðarinnar á aldrinum 25-64 ára útskrifast árlega með prófgræðu frá skólanum. Þrátt fyrir mikið aðhald í rekstri skólans, var í fyrsta sinn gert ráð fyrir 300 milljón króna rekstrarhalla.

Rektorinn segir drifkraft skólans felast í því að skapa nýja þekkingu og verðmæti byggð á rannsóknum og vísindum. „Það er óumdeilt meðal þeirra þjóða sem fremstar standa að háskólar eru ómissandi hlekkur í þekkingar- og verðmætasköpun nútímasamfélaga og að lífskjör í framtíðinni munu byggja á menntun, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun.“