Aðildarríki Evrópusambandsins eru sein til við að tileinka sér lög um innri markaði aðildarríkjanna, en Ítalía, Lúxemburg og Portúgal eru þó mestu trassarnir. Í maí áttu Portúgalar eftir að setja 71 löggjafir í framkvæmd, eftir að lokafrestur til þess rann út. Í Lúxemburg voru 51 löggjafir eftir og 44 í Ítalíu.

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna rangrar notkunar laganna. En nú eru 153 málsóknir á hendur Ítalíu inni á borði Evrópusambandssins fyrir ranga notkun á lögum um innri markaði, 108 gegn Spáni og 99 gegn Frakklandi.