Frekari fyrirgreiðslur verða ekki í boði ef grísk stjórnvöld verða ekki búin að skila inn raunhæfum tillögum að úrbótum í grísku efnahagslífi á miðnætti. Mikið mæðir á ríkisstjórn Alexis Tsipras, sem vinnur nú að því að setja saman tillögur sem geta bæði þóknast lánardrottnum í Evrópu, auk grísku þjóðinni. Ætla mætti að þessi tvö atriði færu illa saman, og því er ekki um létt verk að ræða.

Ríkisstjórn Syriza skilaði í gær óljósum og almennt orðuðum tillögum, sem var hafnað. Talið er að Alexis Tsipras leggi nokkra áherslu á að hluti skulda Grikklands verði afskrifaðar, en skuldahlutfallið stendur nú í 175% af vergri landsframleiðslu.

Verði tillögur sendar lánardrottnum gríska ríkisins fyrir miðnætti hyggjast þeir taka sér frest til sunnudags til að meta hvort þeir vilji fallast á þær eða ekki, en verði niðurstaðan sú að Grikkir fái ekki frekari neyðaraðstoð blasir gjaldþrot við þjóðinni.