Grínistinn Jerry Seinfeld hefur skrifuð undir samning við hugbúnaðarrisann Microsoft um að koma fram í auglýsingum fyrir fyrirtækið. Samkvæmt heimildum Reuters mun Seinfeld þiggja 10 milljónir dollar við ómakið. Alls er um að ræða 300 milljóna dollara markaðsherferð hjá Microsoft.

Um er að ræða röð sjónvarpsauglýsinga sem Seinfeld mun birtast í ásamt Bill Gates. Hann er einna þekktur fyrir sjónvarpsþætti samnefnda sjálfum sér, en grínistinn frækni er nú orðinn 54 ára gamall.

Talið er að herferð Microsoft sé ætlað að vinna gegn ímyndinni sem nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, Windows Vista, hefur á sér. Vista er sagt hægt og klunnalegt, en forsvarsmenn Microsoft eru allskostar ósammála því og ætla sér að leiða bandarískan almennning í sannleikann um málið.