Stjórnendur Southwest flugfélagsins hafa breytt flugáætlun sinni þar sem þeir telja að ekki verði hægt að nýta MAX vélarnar þeirra fyrr en 8. febrúar. Flugfélagið South er með 31 MAX farþegavél í flota sínum, mest allra flugfélaga. Í kjölfarið af kyrrsetningu allra Boeing MAX véla gerði félagið ráð fyrir því að geta nýtt vélarnar á ný 5. janúar en í tilkynningu frá félaginu í gær var þeirri dagsetningu seinkað til 8. febrúar. Þetta kemur fram á vef túrista.is.

Hið norska flugfélag Norwegian gerir hins vegar ekki ráð fyrir vélunum fyrr en í lok mars. Áætlun Icelandair gerir enn ráð fyrir því að MAX þoturnar verði farnar að flytja farþega félagsins í byrjun næsta árs.