Seinkan­ir á flugi Icelanda­ir vegna verk­fallsaðgerða flug­um­ferðastjóra í nótt höfðu áhrif á 3000-3500 farþega flug­fé­lags­ins. Þetta kemur fram í samtali Guðjóns Arn­gríms­sonar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir við mbl.is í dag.

Í gær þurfi ein vél fé­lags­ins frá London að lenda á Reykja­vík­ur­flug­velli klukk­an ell­efu og fóru farþegar þaðan frá borði. Síðan var öllu Am­er­íkuflugi fé­lags­ins til lands­ins í morg­un seinkað. Vél­arn­ar eru nú ný­lent­ar, en verk­fallsaðgerðum lauk klukk­an sjö í morg­un.