*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 4. ágúst 2020 09:01

Twitter sektað um allt að 250 milljónir

Twitter mun greiða allt að 250 milljóna dollara sekt fyrir að nota persónuupplýsingar notenda til að bæta miðlun auglýsinga.

Ritstjórn
epa

Twitter hefur gefið það út að fyrirtækið sitji undir rannsókn Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna vegna notkunar á símanúmerum og netföngum notenda sinna til að bæta miðlun auglýsinga. Financial Times segir frá

Fram kemur í gögnum sem Twitter skilaði til eftirlitsaðila að kostnaður við að útkljá málið muni kosta allt frá 150 milljónum til 250 milljóna dollara. 

Fyrirtækið viðurkenndi í október síðastliðnum að það hefði „óviljandi“ notað persónulegar upplýsingar, sem notendur útvega vegna öryggisaðstæðna, til að bæta miðlun auglýsinga á árunum 2013 til 2019.

Twitter, sem hefur höfuðstöðvar í San Fransisco, sagði á sínum tíma að það hefði notað upplýsingarnar til að að tengja notendur við lista auglýsenda en hélt þó fram að um mistök hafi verið að ræða. 

Stikkorð: Twitter