Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur samþykkt að greiða 36,3 milljónir Bandaríkjadala í sekt. Fyrrverandi starfsmenn bankans eiga að hafa komist yfir viðkvæm skjöl frá Seðlabanka Bandaríkjanna, en upplýsingarnar hafa líklegast nýst bankanum í viðskiptum.

Seðlabankinn er meðal annars að lögsækja Joseph Jiampietro, fyrrverandi stjórnanda hjá Goldman, fyrir að hafa notað viðkvæmar upplýsingar frá seðlabankanum í kynningum. Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar.