Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Google um 2,42 milljarða evra, eða sem jafngildir 281 milljarði íslenskra króna, fyrir að setja eigin þjónustu efst í leitarniðurstöður.

Er um að ræða hæstu sekt sem sambandið hefur sett á fyrirtæki fyrir að reyna að hafa áhrif á markaðinn. Jafnframt felur úrskurðurinn í sér tilskipun um að fyrirtækið láti af því sem sambandið kallar andsamkeppnisleg hegðun innan 90 daga, eða greiða enn hærri sekt.

Ef fyrirtækið verður ekki af kröfunum gæti það þurft að greiða því sem jafngildi 5% af daglegum tekjum móðurfélagsins, Alphabet. Google hafði í mótbárum sínum bent á að bæði Amazon og eBay hefði meiri áhrif á neysluvenjur almennings. Um er að ræða efni sem merkt er sérstaklega, en ekki birt sem venjulegar leitarniðurstöður.