Frönsk samkeppnisyfirvöld hafa sektað Google um 500 milljónir evra, eða 73 milljarða króna, fyrir að nota efni netmiðla þar í landi án þess að hafa greitt fyrir það með fullnægjandi hætti.

Deilan snýst um ágreining franskra miðla við Google, en félagið birtir oft myndir, myndbönd og hluta úr fréttum þegar það birtir leitarniðurstöður. Miðlarnir voru ósáttir við að hafa ekki fengið greitt með fullnægjandi hætti við birtingu niðurstaðnanna og sögðu það brot gegn höfundarréttarlögum ESB.

Í kjölfar aðfinnsla miðlanna skipuðu samkeppnisyfirvöld þar í landi Google að semja við þá um birtingu á efni þeirra. Var þá við ákvörðunina litið til þess að Google hefði hvorki staðið að viðræðunum með fullnægjandi né heiðarlegum hætti.

Sjá einnig: Google sektað um 33 milljarða

Sektin er sú næststærsta í sögu franska samkeppnisyfirvalda og er sögð taka tillit til stærðargráðu brota Google og að ekki hafi verið fylgt skipunum yfirvalda um samningaviðræður. Nú þegar hefur félaginu tekist að semja við Le Monde og Le Figaro um birtingu á efni þeirra en ekki við Agence France-Press.