Franskur dómstóll hefur lagt eins milljóna evra sekt, jafnvirði 148 milljónum króna, á Ikea eftir að fyrirtækið varð uppvíst af því að njósna um starfsfólk sitt í Frakklandi árin 2009-2012. Fyrrum forstjóri Ikea í Frakklandi, Jean-Louis Baillot, var einnig dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 74 milljóna króna sekt.

Í dómnum kom fram að Ikea í Frakkalandi réð einkaspæjara og lögregluþjóna til að afla persónulegra upplýsinga um 400 starfsmenn, að því er kemur fram í frétt BBC . Sönnunargögn um athæfið litu fyrst dagsins ljós árið 2012. Ikea brást við fréttunum á sínum tíma með því að segja upp fjórum stjórnendnum og taka upp nýjar siðareglur.

Meðal þeirra fimmtán sem fóru fyrir rétt voru æðstu stjórnendur og fyrrum verslunarstjórar. Einnig var réttað yfir fjórum lögregluþjónum fyrir að láta frá sér trúnaðarupplýsingar.