Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits sektað Reykjavíkurborg vegna ástands verðmerkinga í tveimur sundlaugum í borginni. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar .

Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða verðmerkingar fyrir gjald í sundlaugarnar og svo verðmerkingar á söluvörum. Eftir fyrri heimsókn stofnunarinnar voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í fimm sundlaugum, en þrjár fóru þá að fyrirmælum og bættu merkingarnar þegar eftirlitinu var fylgt eftir.

Í Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug vantaði hins vegar verðmerkingar á söluvörur þegar farið var í seinni heimsókn og lagði Neytendastofa því 100.000 kr. stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg.