Seðlabanki Evrópu hefur sektað írska bankann TSB um 2,5 milljónir evra vegna brota á kröfum Seðlabankans um lausafjárhlutfall. Er þetta í fyrsta sinn sekt af þessu tagi er lögð á frá þvi að seðlabankinn tók yfir eftirlit með með bönkum á evrusvæðinu árið 2014. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Brotin sem áttu sér stað frá 27. október 2015 til 26. apríl 2016 fólust í því að Seðlabankinn gerir þær kröfur að banka eigi nægjanlega mikið af seljanlegum eignum til að standa undir mismun á út- og innflæði lausafjár yfir 30 daga tímabil.