Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað þrjá banka sem ekki tókst að ná samkomulagi um sektargreiðslur við fyrir að hafa tekið þátt í samráði um að hafa stjórn á millibankavöxtum.

Heildarupphæð sektargreiðslnanna sem Crédit Agrocele, HSBC og JPMorgan Chase er gert að greiða nemur 485 milljónum evra, eða tæpum 58 milljörðum íslenskra króna.

Fyrsta rannsóknin í fjármálageiranum

Í desember 2013 náðu hins vegar bankarnir Barclays, Deutsche Bank, RBS og Sociéte Générale samkomulagi við framkvæmdastjórnina um sektargreiðslur, en síðan þá hefur rannsóknin haldið áfram samkvæmt hefðbundnum aðgerðum í samkeppnisbrotamálum.

Ákvörðunin um þessar sektarupphæðir er lokahnykkurinn í rannsóknum framkvæmdastjórnarinnar á málinu, en þetta var fyrsta af mörgum málum sem hún hefur tekið að sér í fjármálageiranum.

Höfðu samskipti í gegnum spjallborð

Samkvæmt rannsókninni höfðu bankarnir samráð um áhrif á millibankavextina á milli september árið 2005 og maí 2008. Markmiðið var að hafa áhrif á millibankavextina, enda eru þeir nýttir til að verðleggja kyns framvirka samninga sem fyrirtæki nota til að draga úr áhættu.

Voru viðskiptamenn bankanna í samskiptum sín á milli í gegnum spjallborð fyrirtækja eða önnur spjallforrit, þar sem þeir létu hverja aðra vita hvað þeir vildu sjá sem EURIBOR vaxtaframlag hvers banka og með því að skiptast á viðkvæmum upplýsingum um viðskipti sín og fjármála- og verðákvarðanir.