Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segist ánægður með nýtt stjórnarfrumvarp um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Hann segir þó að hafa verði í huga að það geti tekið breytingum í meðförum þingsins.

„Það er ýmis nýbreytni í þessu sem miðar meðal annars að því að sinna auknum þörfum ferðaþjónustunnar í landinu sem er gott.“ Þórólfur segir að beiting stjórnvaldssekta sé fljótvirkari en að fara dómstólaleiðina. „Þeir sem eru með sitt í lagi vilja að samkeppnisstaða þeirra sé tryggð. Stjórnvaldssektirnar eru til þess ætlaðar að auka aga og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .