*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 11. júlí 2017 13:11

Sektir Seðlabankans felldar niður

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi tvær sektir sem að Seðlabanki Íslands lagði á tvö félög í fyrra fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi tvær sektir sem að Seðlabanki Íslands lagði á tvö félög í fyrra fyrir brot á gjaldeyrislögum. Önnur sektin nam 75 milljónum króna hin 24,2 milljónum. Félagið Raski ehf. er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, sem oft eru kenndir við Bakkavör. Félag þeirra var sektað um 75 milljónir. Félagið sem hlaut lægri sektina heitir P153 ehf. og er í eigu félagsins Nornes AS, sem skráð er í Noregi. Úrskurðinn má lesa hér, en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu.

Í grein RÚV segir að málin megi rekja til nauðasamninga Klakka ehf., sem áður hér Exista og var að stærstum hluta í eigu bræðranna. Nauðasamningar voru gerðir árið 2010 og samkvæmt þeim áttu kröfuhafar félagsins að fá greiðslur í formi nýs hlutafjár í félaginu sem og greiðslur í íslenskum krónum. Kveðið á var um í samningsskilmálum að ef Klakki mætti ekki greiða kröfuhafa vegna gjaldeyrishaftanna þá ætti að leggja féð inn á vörslureikning á Íslandi. 

Í ágúst í fyrra ákvað Seðlabankinn að sekta bæði félögin um brot á gjaldeyrislögum, eftir að hafa hafið rannsókn á málinu í febrúar 2015. Rannsóknin beindist upphaflega gegn félögunum tveimur og Klakka, en síðar var sá hluti rannsóknarinnar sem beindist gegn Klakka felldur niður. 

Stikkorð: Seðlabanki Íslands sekt Sekt
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is