Seðlabanki Íslands hefur svarað fyrirspurn Viðskiptablaðsins um hve háar sektargreiðslurnar eru sem bankinn hefur nú farið fram á að við ríkissjóð að verði endurgreiddar.

Nemur fjárhæðin rúmlega 40 milljónum króna, og ná þær til 18 mála, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um er um að ræða endurskoðun á öllum málum sem bankinn sótti áður en lög um gjaldeyriseftirlit höfðu tekið gildi árið 2011.

Þar með nær endurskoðunin og þar af leiðandi endurgreiðslurnar ekki til málefna Samherja sem mikið hafa verið í umræðunni síðan bankinn gerði húsleit hjá fyrirtækinu 2012 en síðan verið gerður afturreka ítrekað af dómstólum með málatilbúnaðinn.

Hefur Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja farið fram á afsökunarbeiðni Seðlabankans vegna málsins en ekki fengið.