Skatturinn sendi um 400 íslenskum félögum stjórnvaldssekt í heimabanka fyrir mistök, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar .

Í tilkynningunni er velvirðingar beðist á mistökunum, sem orsakast hafi af bilun í tölvukerfi, en hafi nú verið leiðrétt. Kröfurnar falli niður í heimabanka þeirra á miðnætti.

Ekkert kemur fram um upphæð eða eðli sektanna eða hvaða félög um ræðir, né hvort eitthvert þeirra hafi þegar greitt sektina.