Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á áramótaskaupinu ár hvert þá eru fyrirtæki tilbúin að greiða vel fyrir auglýsingar fyrir skaupið og hátt í milljón krónur fyrir auglýsingu eftir skaupið.

Það er að mörgu leyti skiljanlegt, en samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu (RÚV) var uppsafnað áhorf á skaupið um 80% sem þýðir að um 200 þúsund Íslendingar á aldrinum 12-80 ára horfðu á áramótaskaupið.

Sekúndan fyrir áramótaskaupið kostar 15.990 krónur auk virðisaukaskatts (VSK), samkvæmt listaverði. Þrjár síðustu auglýsingarnar fyrir skaupið voru frá Símanum (45 sek), Icelandair (60 sek) og Eimskip (63 sek).

Þó er rétt að taka fram að framangreindar auglýsingar voru ódýrari þar sem eftir á að taka tillit til afslátta sem fyrirtækin kunna að njóta í takt við árleg viðskipti þeirra við RÚV.

Nánar er fjallað um ver á auglýsingum í kringum áramótaskaupið, eina skiptið sem seld hefur verið auglýsing inn í skaupinu og mikilvægi fyrirtækja að auglýsa á þessum tíma í umfjöllun um markaðsmál í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.