Nokkrir helstu seðlabankar heimsins tóku sig saman í dag og  tilkynntu um aðgerðir til að takast á við lausafjárvandann sem ríkt hefur á mörkuðum. Í Financial Times kemur fram að Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Kanada og Seðlabanki Sviss hafi kynnt sameiginlegar aðgerðir sem eiga að auka lausafé og takast á við skort á dollurum í Evrópu.

Fordæmislausar aðgerðir

Til þessara aðgerða, sem eiga sér ekki fordæmi, er gripið eftir nokkrar vikur af vaxandi spennu á peningamörkuðum heimsins. Ástandið á mörkuðum er, að sögn FT, sambland af venjulegum þrýstingi á fjármögnun við lok árs og vaxandi svartsýni banka vegna áhrifa af töpum í tengslum við undirmálslán. Samkvæmt Englandsbanka voru aðgerðirnar í meginatriðum samþykktar á fundi 20 helstu iðnríkja heims, G20, í Höfðaborg í Suður-Afríku um miðjan nóvember.

Nánar er fjallað um aðgerðirnar í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi hér á vefnum kl. 21:00. Þeir áskrifendur sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það á [email protected] .