Forsvarsmenn stærstu seðlabanka heims hafa nokkrir stutt yfirtöku bandarískra stjórnvalda á húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac.

Zhou Xiaochuan, aðalbankastjóri kínverska seðlabankans sagði aðgerðir vestra vera jákvæðar. Masaaki Shirakawa hjá japanska seðlabankanum sagðist binda vonir við að yfirtakan myndi auka stöðugleika á bandarískum fjármálamarkaði, sem og um heim allan.

„Við teljum þetta mikilvæga ákvörðun sem kemur sér vel í ljósi aðstæðna,” sagði Jean Claude Trichet, aðalbankastjóri evrópska seðlabankans.