Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að hátt atvinnuleysisstig og lág verðbólga kalli mögulega á frekari slaka í aðhaldi peningastefnunnar. Hann segir að ráðamenn séu þó enn að vega og meta hversu langt eigi að ganga.

Bernanke sagði í ræðu í seðlabankanum í Boston að svo gæti verið að efnahagur Bandaríkjanna þurfi á að halda enn frekara ríkisframlagi. Mikið atvinnuleysi setji allar áætlanir um endurbata í hættu og minnkandi verðbólga auki hættu á veðhjöðnun.