Það var rétt ákvörðun hjá íslenskum stjórnvöldum að ábyrgjast ekki skuldir gömlu bankanna. Ísland var ekki einu sinni í aðstöðu til þess að standa að baki þeirra vegna stærðar bankakerfisins. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við Bloomberg fréttastofuna.

Már segir að lánadrottnar eigi ekki að treysta á að stjórnvöld komi þeim til bjargar við fall banka. Hann telur að Írar hafi verið of fljótir á sér að taka ákvörðun um að ábyrgjast allar skuldir banka sinna. Það reynist nú vera mikil byrgði þar sem eignir reynast vera mun verri en talið var.

Þá kveðst Már ekki vita hvort leið Íslendinga sé sú rétta fyrir alla, en hún hafi verið sú eina sem var möguleg.

Frétt Bloomberg .