Patrick Honohan lét hafa eftir sér í dag að allir írskir bankar séu til sölu. Hann sagðist hafa verið stuðningsmaður þess í langan tíma að erlendir aðilar komi að eignarhaldi banka í minni ríkjum, líkt og á Írlandi.

Á fundi sem haldinn var í Dyflinni í dag sagði Honohan að fjárhagsaðstoð sem Írar hafa þegið frá ESB og AGS ætti að auka traust fjárfesta. Hann bjóst þó við að mörg skilyrði muni fylgja fjárveitingum til bankanna og geti því komið í veg fyrir sölu þeirra.