Yfirmaður írska seðlabankans Patrick Honohan býst við því að stjórnvöld biðji um fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann telur að upphæðin muni nema tugum milljörðum evra.

Bloomberg hefur eftir Honohan að vaxtakjör Írlands verði líklegast nálægt 5%. Það er svipað þeim kjörum sem Grikkland fékk þegar ríkið óskaði eftir fjárhagsaðstoð í apríl.

Sérfræðingar ESB, AGS og Evrópska seðlabankans hittast í Dublin í dag til að greina vanda írsku bankanna.