Bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, sagði í gær að aukinn verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu ógnaði verðbólgumarkmiði seðlabankans. Í vitnisburði fyrir nefnd Evrópuþingsins um efnahags- og peningamál sagði Trichet að hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og hraðara launaskrið en bankinn hefði búist við, væru á meðal helstu áhættuþáttanna. Þessi varnaðarorð Trichet koma í kjölfar þess að stjórn bankans ákvað í síðustu viku að hækka stýrivexti úr 3,75% upp í 4%.