Seðlabanki Bandaríkjanna hefur boðið út skammtímalán fyrir alls 75 milljarða dollara til að bæta lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Alls bárust tilboð fyrir 91milljarð dollara frá 77 aðilum, að því er kom fram hjá Seðlabankanum sjálfum.

Útboðið er hið fimmtánda síðan í desember á síðasta ári.

Millibankamarkaður með fjármögnun hefur verið stirður allt frá því að afskriftahrina fjármálafyrirtækja vegna undirmálslána hófst.

Seðlabankinn hélt stýrivöxtum í Bandaríkjunum óbreyttum í 2% fyrir stuttu.