Seðlabanki Bandaríkjanna hefur tilkynnt um lækkun stýrivaxta.

Stýrivaxtakækkunin nemur hálfu prósentustigi og eru stýrivextir í Bandaríkjunum nú 1%.

Spáð hafði verið að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi lækka vexti í dag, svo ákvörðunin kom sérfræðingum ekki mikið á óvart. Mun aðgerðin vera liður í því að berjast gegn hinni miklu efnahagslægð sem nú ríður yfir.

Fyrr í dag tilkynnti Seðlabanki Kína einnig um lækkun stýrivaxta.

Einnig hefur Seðlabanki Noregs tilkynnt um lækkun stýrivaxta um hálft prósentustig. Stýrivextir í Noregi eru nú 4,75%.