Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað vexti um 0,25% en gaf um leið til kynna að sjö mánaða vaxtalækkunarferli kunni að vera að ljúka. Þetta kemur fram í frétt WSJ þar sem segir að vaxtalækkunin nú sé sú sjöunda frá því í september og hófleg miðað við það sem verið hafi að undanförnu.