Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gert gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Ástralíu upp á 30 milljarða dollara.

Samningurinn er gerður til að auðvelda aðgengi að skammtímafjármögnun í dollurum í löndunum sem um ræðir. Seðlabanki Íslands er ekki aðili að þessum samningi.

Aðgerðirnar eru hluti áætlana Seðlabanka Bandaríkjanna að auka traust á mörkuðum á ný. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar munu vafalítið smyrja hjól fjármálakerfisins.

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur einnig samið um gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Evrópu og Sviss (alls 70 milljarðar dollara) og seðlabanka Japans, Englands og Kanada (110 milljónir dollara.).