Seðlabankastjóri Danmerkur hefur beðið ríkisstjórn landsins um að herða á peningamálastefnu sinni til að koma í veg fyrir ofþenslu efnahags landsins, segir í frétt Dow Jones.

Í skýrslu bankans segir að hættan á ofþenslu efnahagsins hafi verið að aukast á þessu ári og að skynsamlegt væri að haga eyðslu ríkissjóðs eftir því.

Seðlabankastjórinn segir að ríkið hafi farið fram úr fjárlögum síðustu þrjú árin og að allt stefni í að það muni einnig gerast árið 2007.

Þetta þykir undirstrika vandamál sem Danir glíma nú við þegar þensla efnahags þjóðarinnar er meiri en á Evrusvæðinu. En gengi dönsku krónunnar er miðuð við Evruna og hefur því danski seðlabankinn fylgt evrópska seðlabankanum í stýrivaxtahækkunum og getur því ekki hækkað stýrivexti einn og sér, segir í fréttinni.