Seðlabanki Danmerkur hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig og eru vextir bankans nú 3,5%, segir í frétt Dow Jones.

Danski seðlabankinn viðheldur þannig 25 punkta forskoti á stýrivexti evrópska seðlabankans (ECB), sem hækkaði stýrivexti sína upp í 3,25% í dag. Danski seðlabankinn hefur yfirleitt ákvarðað vaxtahækkanir í samræmi við hækkanir evrópska seðlabankans og þannig tryggt stöðu dönsku krónunnar gagnvart evrunni.

Aðrir vextir voru einnig hækkaðir um 25 punkta af sömu ástæðu.

Seðlabanki Englands ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum, en gaf ekki upp ástæðu fyrir ákvörðuninni.