Seðlabanki Danmerkur hækkaði stýrivexti sína í dag um 25 prósentustig og eru vextir bankans nú 3,5%, en seðlabanki Danmerkur fylgir yfirleitt stýrivöxtum evrópska seðlabankans til að tryggja stöðu krónunnar gagnvart evrunni.

Samkvæmt aðild Danmerkur að gengiskerfi Evrópusambandsins (e. European Exchange Rate Mechanism) má danska krónan aðeins sveiflast á milli 7,62824 og 7,29252 gagnvart evrunni.