Seðlabanki Englands frysti eigur 19 einstaklinga í morgun og segir bankinn að um sé ræða þá sömu og handteknir voru í tengslum við skipulagningu hryðjuverka í London í gær, segir í frétt Dow Jones.

Eftir ráðgjöf frá lögreglu og öryggisþjónustufyrirtækjum ákvað bankinn að frysta eigurnar. Flestir mannana eru búsettir í London og hefur bankinn gefið upp nöfn þeirra sem eigur voru frystar:

Abdula Ahmed Ali, Cossor Ali, Shaza Khuram Ali, Nabeel Hussain, Tanvir Hussain, Umair Hussain, Umar Islam, Waseem Kayani, Assan Abdullah Khan, Waheed Arafat Khan, Osman Adam Khatib, Abdul Muneem Patel, Tayib Rauf, Muhammed Usman Saddique, Assad Sarwar, Ibrahim Savant, Amin Asmin Tariq, Shamin Mohammed Uddin.

Talsmenn bankans taka fram að þessi listi sé ekki endanlegur og að fleiri nöfn gætu bæst við.