Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 3,5%, sem var í samræmi við spár greiningaraðila.

Í tilkynningu bankans kom ekki fram neinn rökstuðningur fyrir ákvörðuninni, en á fjölmiðlafundi seinna í dag mun Jean-Claude Trichet, forseti seðlabankans, svara spurningum fréttamanna. Munu markaðsaðilar rýna gaumgæfilega í orð hans, til að reyna átta sig á því hvort von sé á vaxtahækkun í næsta mánuði.

Samkvæmt skoðanakönnun sem Dow Jones fréttaveitan gerði í síðustu viku, voru 50 af 51 fjármálastofnun sem spurðar voru, á því að vextir myndu haldast óbreyttir. Hins vegar héldu 49 að bankinn myndi hækka vexti sína í mars og 27 búast við því að vextir hækki aftur í júní.

Verðbólga hefur verið rétt undir 2% síðustu fimm mánuði hjá ríkjum evrusvæðisins.