Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti sína um 25 prósentustig og eru nú vextir bankans 3,5%, en greiningaraðilar höfðu flestir spáð því.

Síðan bankinn hóf hækkunarferli í desember 2005 hafa stýrivextir verið hækkaðir um 25 prósentustig sex sinnum.

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði nýlega sagt að bankinn myndi standa strangan vörð (e. strong vigilance) um verðbólguþróun, en hann hefur notað sama orðalag áður skömmu fyrir stýrivaxtahækkannir.