Evrópski seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentustig og eru nú vextir bankans 3,25%.

Greiningaraðilar höfðu spáð hækkuninni og kom hún því ekki á óvart.

Aðrir vextir bankans voru einnig hækkaðir um 0,25 prósentustig.

Flestir greiningaraðilar spá því að bankinn muni hækka stýrivexti í 3,5% í desember, en óvissa er um hvaða stefnu bankinn tekur á næsta ári.