Seðlabanki Evrópu lækkaði í dag stýrivexti sína um 50 stig, úr 2,5% í 2%.

Þetta er í fjórða skipti sem bankinn lækkar vexti sína frá því í september en þá voru vextir 4,25%.

Í rökstuðningi bankans kemur fram að lítill verðbólguþrýstingu sé á evrusvæðinu um þessar mundir og gert er ráð fyrir því að hann aukist ekki næstu mánuði.

Lækkun stýrivaxta koma ekki á óvart en hagfræðingar á vegum helstu fréttamiðla auk greiningardeilda í Evrópu hafa spáð því að bankinn myndi lækka stýrivexti sína enn frekar í þeirri von að efla hagkerfi evrusvæðisins.

Þá gera flestir greinendur ráð fyrir að vextir haldi áfram að lækka á næstu mánuðum eftir því sem hægir á  hagkerfum evrusvæðisins á komandi mánuðum.

Greiningaraðilar á vegum Reuters fréttastofunnar búast við því að vextir verði orðnir 1,5% um mitt ár.