Í skýrslu á vefsíðu Seðlabanka Frakklands kemur fram að innstæðutryggingasjóðir eigi ekki og geti ekki bætt tjón þegar bankakerfi hrynur í held sinni, líkt og gerðist hér á landi í október.

Þetta er sama afstaða og íslensk stjórnvöld héldu fram um Icesave-reikninga, en sú afstaða varð undir í samningum við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ísland vildi láta reyna á lagatúlkunina fyrir dómstólum en því höfnuðu aðildarríki Evrópusambandsins, þar með talið Frakkland.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is .