Seðlabanki Indlands hefur hækkað stýrivexti þar í landi upp í 8%, eða um 25 punkta.

Þetta er gert í von um að draga úr vaxandi verðbólguþrýstingi sem nú blasir við og kemur einkum til vegan olíuverðshækkana á heimsmarkaði.

Vaxtahækkunin var ekki ákveðin á fyrirfram boðuðum stýrivaxtafundi, heldur tveimur mánuðum áður en næsti fundur átti að eiga sér stað. Verðbólga í Indlandi mælist nú 8,24% og er að nálgast fjögurra ára met.