Seðlabanki Indlands hefur hækkað stýrivexti þar í landi í 8%, eða um 25 punkta. Þetta er gert í þeirri von að minnka verðbólguþrýsting sem nú blasir við og kemur til vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag.

Vaxtahækkunin kemur skyndilega, og tveimur mánuðum áður en næsti fundur um peningamálastjórn á að eiga sér stað.

Verðbólga í Indlandi stendur nú í 8,24%, og er að nálgast 4 ára met.