Að mati Seðlabanka Íslands eru sterk rök fyrir því að leysa Icesave-deiluna þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Seðlabanki Íslands er meðal þeirra sem skila umsögn frumvarp til laga um nýja samninginn.

Seðlabankinn telur að aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði bætist verulega við lausn deilunnar og vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Bankinn tekur einnig tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag.

Segir í frétt Fréttablaðsins að í umsögn Seðlabanka Íslands sé fjallað um óvissu forsenda samningsins vegna gjaldmiðla. Segir að gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en gengislækkun umfram 10% hafi verulegu áhrif. Mikillar gengislækkunar sé helst að vænta ef bankinn missi tökin á verðbólguinni.

Talið er að lítil hætta stafi af breytingum á innbyrðis gengis punds og evru.

Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave í dag, á morgun og á mánudag þar sem farið verður yfir efnisatriði og og umsagnir.