Samkvæmt nýjustu grunnspá Seðlabankans um verðbólgu, sem birtist í Peningamálum rétt í þessu, verður ársverðbólga mest tæplega 23% á fyrsta fjórðungi næsta árs. Samkvæmt spánni fer hún svo niður fyrir 5% fyrir lok næsta árs og gert er ráð fyrir að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu (2,5%) snemma árs 2010.

Stærsta óvissan í öllum spám nú varðar gengisþróun krónunnar. Í Peningamálum segir um gengisþróunina: „Hún mun fyrsta kastið einkum ráðast af því hve hratt gengur að vekja traust á hana (krónuna) á nú og koma á tiltölulega eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.“