Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að Seðlabanki Íslands sé skák og mát. Bankinn hafi misst trúverðugleika sinn vegna þess að honum hafi mistekist árum saman að ná markmiði sínu og vegna þess að yfirstjórnin sé ekki að uppistöðu til skipuð fagfólki. Gylfi segir, þegar hann er beðinn að útskýra þetta nánar, að allt frá árinu 2001, þegar bankinn hafi hrakist frá gengisviðmiðinu, hafi hann reynt að ná verðbólgumarkmiðinu. Það hafi ekki tekist – fyrir utan nokkra mánuði þegar gengi krónunnar hafi styrkst eftir mikið fall.

„Nú stefnir í tveggja stafa [verðbólgu] tölu í fyrsta sinn í um það bil tuttugu ár þannig að honum hefur greinilega mistekist. Þegar seðlabanka hefur mistekist svona illa og svona lengi þá hefur hann engan trúverðugleika og þegar seðlabanki hefur engan trúverðugleika skiptir engu máli hvort hann tekur réttar eða rangar ákvarðanir um vexti, því hann nær ekki að sveigja markaðinn eins og hann myndi gera ef markaðurinn almennt teldi að bankinn réði við verkefnið.“

_____________________________________

Í Viðskiptablaðinu á morgun er viðtal við Gylfa Magnússon.  Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21 í kvöld. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .