Í dag tilkynnti ríkisstjórnin viðbótarútgáfu ríkisbréfa á innlendum markaði.

Samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum verða gefin út ríkisbréf í flokkum RIKB 08 1212, RIKB 09 0612 og RIKB 10 0317 fyrir samtals allt að 75 milljörðum króna.

Nánari upplýsingar um útgáfuna verða birtar á næstu dögum.

Þá hefur bankastjórn Seðlabanka Íslands ákveðið að útgáfu innstæðubréfa verði fram haldið þegar bréfin sem bankinn gaf út í mars s.l. falla í gjalddaga í september n.k.

Ákvarðanir um útgáfu innstæðubréfa á næsta ári verða teknar með hliðsjón af skilyrðum á markaði þegar þar að kemur.