Seðlabankastjóri Japan, Toshihiko Fukui, sagði í gær að bankinn muni hækka stýrivexti sína að einhverju leyti ef efnahagurinn fer sem stefnir, segir í frétt Dow Jones.

Fukui segir að ef efnahagsspár bankans rætist og stýrivextir verði hækkaðir muni allt fara vel.

Á þriðjudaginn ákvað seðlabankinn að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,25%. Bankinn hækkaði vexti sína um 25 prósentustig í júlí, en fram að því höfðu stýrivextir bankans verið í núlli í meira en fimm ár.

Greiningaraðilar telja að stýrivextir bankans verði hækkaðir í desember.